• Grindavík
  • Garðabær
  • Fjárborg
  • Hlið Álftanesi
  • Vörður á Reykjanesi

Antikva veitir þjónustu á ýmsum sviðum, svo sem við fornleifauppgrefti, miðlun og fornleifaskráningu.


Fornleifaskráning

Starfsmenn Antikva hafa góða samanlagða reynslu í fornleifaskráningu og veita þjónustu á hvaða stigi fornleifaskráningar sem er (svæðis-, aðal- og deiliskráning). Fornleifaskráning getur unnin jafnt vegna framkvæmda eða mats á umhverfisáhrifum.Starfsmenn hafa víðtæka reynslu notkun í landfræðilegra upplýsingakerfa (LUK) og eru öll skráningargögn meðal annars vistuð í landfræðilegum gagnagrunni. Jafnframt er öllum gögnum skilað rafrænt á því formi sem óskað er (t.d. .shp, .dwg og .gdb).

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur felur í sér undirbúningsvinnu, uppgröft á fornminjum, skráningu á fornleifum sem og úrvinnslu og skýrsluskrif við lok uppgraftar. Antikva er fært um að sjá um slík verkefni, hvort sem um er að ræða uppgrefti vegna framkvæmda eður ei. Starfsmenn Antikva hafa flestir yfir að ráða áralangri reynslu á sviði fornleifauppgrafta og úrvinnslu.

Menningartengd ferðaþjónusta

Starfsmenn Antikva sjá um skipulagningu, hönnun og framsetningu á hverju því efni sem að ferðaþjónustunni tengist, t.d að útbúa sögubæklinga, hanna fræðsluskilti og fleira. Starfsmenn Antikva eru einnig vanir leiðsögnum og fræðslugöngum með ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda. Starfsmenn okkar hafa mikla þekkingu á menningu og sögu landsins. Fyrst um sinn mun áhersla vera lögð á fræðslugöngur og leiðsagnir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.


ThemeLark