Minjagrunnur í Garðabæ

Miklir möguleikar liggja í að hafa fornleifar aðgengilegar í landupplýsingakerfum og kortasjám, þau gagnast skipulagsyfirvöldum sveitafélaga ekki síður en íbúum þess og ferðamönnum. Íbúar geta kynnt sér fornleifar í næsta nágrenni. Menningartengd ferðaþjónustu hefur vaxið ört síðastliðin ár og ljóst að menningarminjar eiga eftir að leika stóran part í þeirri þróun. Skráning fornleifa er ein megin forsenda fyrir því að hægt sé að skapa öfluga menningartengda ferðaþjónustu. Antikva hefur unnið náið með sveitarfélaginu Garðabæ í þróun á gagnagrunni sem hefur að geyma hnitsettar fornleifar í sveitafélaginu. Skipulagsyfirvöld hafa þar af leiðandi aðgang að upplýsingum um staðsetningu fornleifa í bæjarlandinu sem auðveldar skipulagsvinnu og sparar kostnað þegar á lengri tíma er litið. Grunnurinn er hannaður eftir stöðlum Minjaverndar Íslands fyrir þarfir skipulagsyfirfalda og síðar meir fræðimanna. Gagnagrunnurinn var opnaður á fundi umhverfisnefndar í Janúar 2014 og er afrakstur tveggja ára vinnu Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Í Garðabæ eru skráðar 600 fornleifar allt frá vörðum til bæjarhóla.

happy wheel

Comments are closed.

ThemeLark