Antikva

Antikva er sjálfstætt starfandi rannsóknar- og þjónustufyrirtæki sem býður upp á breitt svið af þjónustu, bæði fyrir hið opinbera sem og einkarekin fyrirtæki. Antikva býður upp á hina ýmsu þjónustu tengda menningarminjum, allt frá því að veita ráðgjöf á hinum ýmsu sviðum sem og að starfa beint við viðfangsefnið.

Markmið Antikva eru margvísleg en eiga það þó sameiginlegt að tengjast miðlun og rannsóknum á menningarminjum á einhvern hátt. Starfsmenn Antikva leggja allt sitt kapp á það að bjóða upp á hágæðaþjónustu sem hentar hverjum viðskiptavini hverju sinni.

Ragnheiður Traustadóttir
Fornleifafræðingur

Ragnheiður Traustadóttir hefur lokið fil.kand. prófi í fornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla auk þess að vera að ljúka meistaranámi við háskólann í Uppsölum. Ragnheiður hefur víðtæka starfsreynslu á sviði fornleifafræði, bæði á Íslandi og í Svíþjóð auk þess sem hún hefur unnið við fornleifauppgröft í Hollandi. Ragnheiður er stjórnandi Hólarannsóknarinnar, einhverrar umfangsmestu fornleifarannsóknar sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Meðfram rannsókninni hefur verið rekinn vettvangsskóli fyrir fornleifafræðinemendur, innlenda sem erlenda. Hún stjórnaði auk þess fornleifarannsókninni á Hofsstöðum í Garðabæ ásamt því að vera ráðgjafi um hönnun minjagarðs þar. Hún stýrði einnig fornleifarannsókn í Urriðaholti sem og að hafa sinnt fornleifaskráningu víðs vegar. Auk fornleifarannsókna hefur Ragnheiður annast stundakennslu í fornleifafræði og minjavörslu við Háskóla Íslands. Henni hafa verið falin fjölmörg trúnaðarstörf, bæði hérlendis sem erlendis, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum nefndum og sinnt ýmsum ráðgjafaverkefnum. Má þar helst nefna setu sem fulltrúi HÍ í fornleifanefnd, ráðgjafi vegna upptöku náttúru- og menningarminja á heimsminjaskrá og í faghópi sem samdi rammaáætlun fyrir iðnaðarráðuneytið um nýtingu á jarðvarma og vatnsorku.


Sérfræðingar sem hafa starfað hjá Antikva:

Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur
lisabetgud@gmail.com
Margrét Valmundsdóttir, fornleifafræðingur
margret.valmunds@gmail.com
Anna Rut Guðmundsdóttir, margmiðlunarfræðingur
annarutgud@gmail.com
Jennica Einebrant, fornleifafræðingur
jennica.einebrant@gmail.com

 

ThemeLark