• Grindavík
  • Garðabær
  • Fjárborg
  • Hlið Álftanesi
  • Vörður á Reykjanesi

Antikva veitir þjónustu á ýmsum sviðum, svo sem við fornleifauppgrefti, miðlun og fornleifaskráningu.


Megin þjónusta

Fornleifaskráning

Starfsmenn Antikva hafa góða samanlagða reynslu í fornleifaskráningu og veita þjónustu á hvaða stigi fornleifaskráningar sem er (svæðis-, aðal- og deiliskráning). Fornleifaskráning getur unnin jafnt vegna framkvæmda eða mats á umhverfisáhrifum.Starfsmenn hafa víðtæka reynslu notkun í landfræðilegra upplýsingakerfa (LUK) og eru öll skráningargögn meðal annars vistuð í landfræðilegum gagnagrunni. Jafnframt er öllum gögnum skilað rafrænt á því formi sem óskað er (t.d. .shp, .dwg og .gdb).

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur felur í sér undirbúningsvinnu, uppgröft á fornminjum, skráningu á fornleifum sem og úrvinnslu og skýrsluskrif við lok uppgraftar. Antikva er fært um að sjá um slík verkefni, hvort sem um er að ræða uppgrefti vegna framkvæmda eður ei. Starfsmenn Antikva hafa flestir yfir að ráða áralangri reynslu á sviði fornleifauppgrafta og úrvinnslu.

Menningartengd ferðaþjónusta

Starfsmenn Antikva sjá um skipulagningu, hönnun og framsetningu á hverju því efni sem að ferðaþjónustunni tengist, t.d að útbúa sögubæklinga, hanna fræðsluskilti og fleira. Starfsmenn Antikva eru einnig vanir leiðsögnum og fræðslugöngum með ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda. Starfsmenn okkar hafa mikla þekkingu á menningu og sögu landsins. Fyrst um sinn mun áhersla vera lögð á fræðslugöngur og leiðsagnir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.


Önnur þjónusta


Kortagerð

Innan Antikva starfar sérfræðingur á sviði landfræðilegra upplýsingakerfa en auk þess hafa aðrir starfsmenn Antikva mikla reynslu í kortagerð. Boðið er upp á alla almenna vinnslu landfræðilegra gagna, gerð korta (staðhátta- og þemakorta) sem og hinna ýmissa greininga á landfræðilegum gögnum. Einnig er boðið upp á uppmælingar á vettvangi. Öll vinnsla á gögnunum fer fram í ArcGIS hugbúnaðinum. Viðskiptavinum eru afhent gögn rafrænt á því formi sem óskað er eftir (t.d. .shp, .dwg og .gdb).

Viðargreiningar

Antikva tekur að sér viðargreiningar fyrir fornleifarannsóknir en starfsmaður innan fyrirtækisins hefur langa reynslu af slíkum greiningum.

Sýningar

Starfsmenn Antikva hafa unnið við uppsetningar og ráðgjöf á menningartengdum sýningum. Við höfum mikla reynslu í handritsgerð og  vinnu við myndefnisöflun vegna uppsetninga á sýningum.


ThemeLark