Um okkur

Antikva er sjálfstætt starfandi rannsóknar- og þjónustufyrirtæki sem býður upp á breitt svið af þjónustu, bæði fyrir hið opinbera sem og einkarekin fyrirtæki. Antikva býður upp á hina ýmsu þjónustu tengda menningarminjum, allt frá því að veita ráðgjöf á hinum ýmsu sviðum sem og að starfa beint við viðfangsefnið.

Markmið Antikva eru margvísleg en eiga það þó sameiginlegt að tengjast miðlun og rannsóknum á menningarminjum á einhvern hátt. Starfsmenn Antikva leggja allt sitt kapp á það að bjóða upp á hágæðaþjónustu sem hentar hverjum viðskiptavini hverju sinni.

Starfsfólk


Anna Rut Guðmundsdóttir

Anna Rut Guðmundsdóttir er með B.A. gráðu í mannfræði og M.A. gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur auk þess lagt stund á nám í margmiðlunarfræði. Anna Rut hefur mikla reynslu í myndvinnslu, kortavinnu, skráningu gagna í Intrasis sem og tæknilegu hliðinni er snýr að Intrasis.

Ragnheiður Traustadóttir
Fornleifafræðingur

Ragnheiður Traustadóttir hefur lokið fil.kand. prófi í fornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla auk þess að vera að ljúka meistaranámi við háskólann í Uppsölum. Ragnheiður hefur víðtæka starfsreynslu á sviði fornleifafræði, bæði á Íslandi og í Svíþjóð auk þess sem hún hefur unnið við fornleifauppgröft í Hollandi. Ragnheiður er stjórnandi Hólarannsóknarinnar, einhverrar umfangsmestu fornleifarannsóknar sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Meðfram rannsókninni hefur verið rekinn vettvangsskóli fyrir fornleifafræðinemendur, innlenda sem erlenda. Hún stjórnaði auk þess fornleifarannsókninni á Hofsstöðum í Garðabæ ásamt því að vera ráðgjafi um hönnun minjagarðs þar. Hún stýrði einnig fornleifarannsókn í Urriðaholti sem og að hafa sinnt fornleifaskráningu víðs vegar. Auk fornleifarannsókna hefur Ragnheiður annast stundakennslu í fornleifafræði og minjavörslu við Háskóla Íslands. Henni hafa verið falin fjölmörg trúnaðarstörf, bæði hérlendis sem erlendis, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum nefndum og sinnt ýmsum ráðgjafaverkefnum. Má þar helst nefna setu sem fulltrúi HÍ í fornleifanefnd, ráðgjafi vegna upptöku náttúru- og menningarminja á heimsminjaskrá og í faghópi sem samdi rammaáætlun fyrir iðnaðarráðuneytið um nýtingu á jarðvarma og vatnsorku.


Lísabet Guðmundsdóttir
Fornleifafræðingur

Lísabet Guðmundsdóttir er með B.A. gráðu í fornleifafræði og lýkur senn M.A. gráðu, einnig í fornleifafræði frá Háskóla Íslands. Lísabet hefur unnið við fornleifafræði frá árinu 2006, að mestu á Hólum og Kolkuósi, þar hefur hún meðal annars sinnt kennslu frá árinu 2008. Hún hefur komið að fjölda rannsókna til að mynda á Reykholti, á Alþingisreitnum og Urriðakoti ásamt því að sinna störfum fyrir Þjóðminjasafn Íslands. Lísabet hefur mikla reynslu af skráningu og notkun á gagnagrunninum Intrasis sem og viðargreiningum. Lokaverkefni hennar í M.A. náminu snýr að greiningum á viðarleifum frá uppgröfnum kirkjum og kirkjugörðum frá 11. og 12. öld.

Jennica Einebrant Svensson
Fornleifafræðingur

Jennica Einebrant er með B.A. gráðu í fornleifafræði frá Oslóarháskóla og M.A. gráðu í fornleifafræði frá Gautaborgarháskóla. Hún hefur áralanga reynslu á sviði fornleifafræði og hefur m.a. annast kennslu í vettvangsskólanum á Hólum frá árinu 2006. Hún hefur einnig grafið á Kolkuósi, í Urriðaholti og á Skógum í Fnjóskadal.


Margrét Valmundsdóttir
Fornleifafræðingur

Margrét Valmundsdóttir er með B.A. gráðu í fornleifafræði og M.A. gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Sem stendur stundar hún M.Sc. nám í landfræðilegum upplýsingakerfum við Háskólann í Lundi. Margrét hefur verið viðriðin fornleifafræði frá árinu 2006 og á þeim tíma starfað við ýmsar rannsóknir, svo sem á Hólum, Skriðuklaustri og í Urriðaholti. Áhugasvið Margrétar liggja helst í nýtingu landfræðilegra upplýsingakerfa í fornleifafræði, rýmisgreiningu sem og miðlun á fornleifafræði tengdu efni til almennings.

Sólrún Inga Traustadóttir
Fornleifafræðingur og uppgraftarstjóri við Austurhöfn

Sólrún Inga Traustadóttir útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2009 með BA í fornleifafræði og árið 2011 með MA í hagnýtri menningarmiðlun. Hún hefur á síðastliðnum árum unnið við fjölmargar fornleifarannsóknir, bæði á höfuðborgasvæðinu við Urriðakot í Garðabæ og við Hólarannsóknina á Hólum í Hjaltadal. Einnig á undanförnum tveimur árum hefur hún starfað fyrir Borgarsögusafn Reykjavíkur (áður Minjasafn Reykjavíkur) við safnvörslu sem og unnið fræðslu- og miðlunarverkefni ýmiss konar fyrir safnið. Meðfram því hefur hún kennt tvö námskeið við fornleifafræðideild Háskóla Íslands og annað þeirra var vettvangsskóli við Nesstofu á Seltjarnarnesi.


Lilja Laufey Davíðsdóttir
Fornleifa- og landfræðingur við Austurhöfn

Lilja Laufey Davíðsdóttir er með B.A. gráðu í fornleifafræði og M.Sc. gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands. Lilja hefur reynslu á sviði fornleifafræði frá árinu 2006 og hefur starfað við ýmsar rannsóknir, þar á meðal á Hólum, Skriðuklaustri, Urriðakoti og Alþingisreitnum. Áhugasvið Lilju liggur helst í notkun landfræðilegra upplýsingakerfa og innrauðra loftmynda í fornleifafræði en því kynntist hún í landfræðináminu þegar hún gerði lokaverkefni sitt um gildi innrauðra loftmynda í fornleifarannsóknum. Lilja hefur einnig áhuga á útivist, hreyfingu, ljósmyndun og náttúru Íslands.

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir
Fornleifafræðingur við Austurhöfn

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir er með BA próf í fornleifafræði og er á lokastigum í MA námi í fornleifafræði. Margrét hefur unnið við fornleifarannsóknir síðan árið 2004, fyrst hjá Byggðasafni Árnesinga, og síðan sem deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða frá árinu 2009. Margrét hefur víðtæka reynslu í fornleifararannsóknum, bæði skráningum og uppgröftum, og hefur gefið út yfir 100 rannsóknarskýrslur. Undanfarin ár hefur Margrét stjórnað rannsókninni „Upphaf og þróun byggðar við rætur Heklu” og „Arnarfjörður á miðöldum” auk fjölda annnarra rannsókna. Margrét hefur á undanfarnum árum stjórnað nokkrum stórum Evrópuverkefnum á sviði fornleifafræði, tilraunafornleifafræði og þjóðfræði. Margrét var um nokkurra ára skeið í stjórn félags íslenskra fornleifafræðinga og er í dag varaformaður hins Íslenska flugsögufélags og formaður Víkingafélags Suðurlands.


Þórdís Anna Hermannsdóttir
Fornleifa- og sagnfræðingur við Austurhöfn

Þórdís Anna Hermannsdóttir er með B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í réttarmeinafornleifafræði frá University College London. Titill lokaverkefnis var „Variability of fracture patterns resulting from hammer trauma”. Áhugasvið Þórdísar liggur í mannabeinafræði, þar með helst áverkum. Þórdís hefur m.a. unnið við Hólarannsóknina. Hún hefur einnig áhuga á útivist, hreyfingu, dýrum og heilbrigðum lífsstíl.

Þuríður Elísa Harðardóttir
Fornleifafræðingur við Austurhöfn

Þuríður Elísa Harðardóttir er bæði með B.A.-próf og M.A.-próf í fornleifafræði frá Háskóla Íslands. Áhugasvið hennar tengjast samtímafornleifafræði og textílrannsóknum en textílgreiningar á jarðfundnum textíl frá Hólum í Hjaltadal var rannsóknarefni hennar til meistaraprófs. Þuríður hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknum til að mynda á Kolkuósi og Nesstofu, sem hluta af náminu, verkefninu Eyðibýli á Íslandi og aðstoðað við greiningar á textílum frá Skálholti.


Jakob Sindri Þórsson
Starfsmaður við Austurhöfn

Jakob Sindri Þórsson er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og nemi við Háskóla Íslands í heimspeki.

Víglundur Jarl Þórsson
Starfsmaður við Austurhöfn

Víglundur Jarl Þórsson er nemi við Menntaskólann í Kópavogi.


Viðskiptavinir okkar


 
ThemeLark